Kubica: Vill komast á brautina aftur, sterkari en áður 11. febrúar 2011 13:09 Robert Kubica á frumsýningu Lotus Renault á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Pólverjnn Robert Kubica kveðst vilja komast sem fyrst í Formúlu 1, en hann meiddist alvarlega á sunnudaginn þegar hann tók þátt í rallkeppni á Ítalíu. Hann verður frá keppni í ótiltekinn tíma og Lotus Renault lið hans leitar að staðgengli fyrir hann. Liðið hyggst reyna Nick Heidfeld um helgina um borð í bíl sínum. Ef Heidfeld stendur sig vel í prófuninni á hann möguleika á ökumannssætinu í stað Kubica. Kubica meiddist illa á hægri hendi á sunnudaginn, fótbrotnaði á hægri fæti og hlaut fleiri meiðsli þegar vegrið fór í gegnum rallbíl hans og Jakup Gerber. Gerber slapp ómeiddur. "Ég vil komast á brautina aftur, sterkari en áður, vegna þess að eftir svona slys þá er maður ekki sá sami, maður er sterkari", sagði Kubica í frétt á autosport.com, en vefurinn vitnar í ítarlegt viðtal ítalska miðilsins Gazetta dello Sport. "Það gerðist árið 2007, eftir áreksturinn í Kanada. (í Formúlu 1 keppni) Ég var úr leik í eina keppni og þegar ég mætti aftur var ég betri. Ökumaður er ekki bara stýri og pedalar. Það er munur á þeim sem keyrir á 80% hraða eða 95%, í þessum 15% finnur maður getuna og hvatninguna. Síðan 2007 hef ég verið sterkari og vitrari ökumaður og það mun gerast núna, þegar ég verð kominn í gott líkamlegt ástand á ný. Ég verð að mæta til leiks aftur á þessu ári." "Ég man eftir því hvernig ég var fyrir sjö árum, á þegar ég var á ferð í bíl með vini mínum og ölvaður ökumaður keyrði á okkur. Við lentum á vegriði, það beyglaðist og við féllum fram af kletti. Þá brotnaði hægri höndin illa. Þá leið mér ekki eins vel í hendinni eftir fjóra daga og er raunin núna og það veitir mér styrk." Kubica segist ólmur vilja stytta endurhæfinga tímann og það sé hans mál með aðstoð séfræðinga að höndin komist í samt lag. Aðspurður um ástand sitt sagði hann; "Ég finn fyrir fingrunum og hendinni, en ég er að fara í aðgerð og ég veit aðeins eftir hana...". Læknar sögðu í gær að Kubica færi í aðgerð í dag, til að huga að meiðslum sem ekki hefur þegar verið gert að. "Mér þykir leitt hvað gerðist og það hefði ekki átt að gerast. Ég veit ekki hvað gerðist og man ekkert eftir óhappinu. Umboðsmaður minn, Daniel Morelli útskyrði allt fyrir mér á spítalanum, en hann hefur verið hér síðan á sunnudag." Kubica segir að ef hann hefði ekki keppt í rallinu, þá hefði hann séð eftir því, en nú væri hann rúmliggjandi. "Rallakstur er ekki bara ástríða heldur erfið þjálfun fyrir Formúlu 1. Ég ek betur í Fomúlu 1 af því ég keppti í mörgum röllum í fyrra. Það hjálpar til við einbeitingu, ekki síst þar sem það eru næstum engar æfingar í Formúlu 1. Ég hef getað bætt mig með þátttöku í rallakstri. Það er mikilvægt í mótaröð með 20 mót eins og í ár", sagði Kubica. Í frétt autosport.com segir Morelli að á spítalanum hefði honum verið bent á það á sunnudaginn að búast við hinu versta vegna þess hve miklum blóðmissi Kubica varð fyrir við óhappið. Nokkrir Formúlu 1 ökumenn hafa heimsótt Kubica á spítalann í vikunni og í gær óku ökumenn á æfingum á Jerez brautnni með stuðningskveðju til handa Kubica á bílum sínum. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pólverjnn Robert Kubica kveðst vilja komast sem fyrst í Formúlu 1, en hann meiddist alvarlega á sunnudaginn þegar hann tók þátt í rallkeppni á Ítalíu. Hann verður frá keppni í ótiltekinn tíma og Lotus Renault lið hans leitar að staðgengli fyrir hann. Liðið hyggst reyna Nick Heidfeld um helgina um borð í bíl sínum. Ef Heidfeld stendur sig vel í prófuninni á hann möguleika á ökumannssætinu í stað Kubica. Kubica meiddist illa á hægri hendi á sunnudaginn, fótbrotnaði á hægri fæti og hlaut fleiri meiðsli þegar vegrið fór í gegnum rallbíl hans og Jakup Gerber. Gerber slapp ómeiddur. "Ég vil komast á brautina aftur, sterkari en áður, vegna þess að eftir svona slys þá er maður ekki sá sami, maður er sterkari", sagði Kubica í frétt á autosport.com, en vefurinn vitnar í ítarlegt viðtal ítalska miðilsins Gazetta dello Sport. "Það gerðist árið 2007, eftir áreksturinn í Kanada. (í Formúlu 1 keppni) Ég var úr leik í eina keppni og þegar ég mætti aftur var ég betri. Ökumaður er ekki bara stýri og pedalar. Það er munur á þeim sem keyrir á 80% hraða eða 95%, í þessum 15% finnur maður getuna og hvatninguna. Síðan 2007 hef ég verið sterkari og vitrari ökumaður og það mun gerast núna, þegar ég verð kominn í gott líkamlegt ástand á ný. Ég verð að mæta til leiks aftur á þessu ári." "Ég man eftir því hvernig ég var fyrir sjö árum, á þegar ég var á ferð í bíl með vini mínum og ölvaður ökumaður keyrði á okkur. Við lentum á vegriði, það beyglaðist og við féllum fram af kletti. Þá brotnaði hægri höndin illa. Þá leið mér ekki eins vel í hendinni eftir fjóra daga og er raunin núna og það veitir mér styrk." Kubica segist ólmur vilja stytta endurhæfinga tímann og það sé hans mál með aðstoð séfræðinga að höndin komist í samt lag. Aðspurður um ástand sitt sagði hann; "Ég finn fyrir fingrunum og hendinni, en ég er að fara í aðgerð og ég veit aðeins eftir hana...". Læknar sögðu í gær að Kubica færi í aðgerð í dag, til að huga að meiðslum sem ekki hefur þegar verið gert að. "Mér þykir leitt hvað gerðist og það hefði ekki átt að gerast. Ég veit ekki hvað gerðist og man ekkert eftir óhappinu. Umboðsmaður minn, Daniel Morelli útskyrði allt fyrir mér á spítalanum, en hann hefur verið hér síðan á sunnudag." Kubica segir að ef hann hefði ekki keppt í rallinu, þá hefði hann séð eftir því, en nú væri hann rúmliggjandi. "Rallakstur er ekki bara ástríða heldur erfið þjálfun fyrir Formúlu 1. Ég ek betur í Fomúlu 1 af því ég keppti í mörgum röllum í fyrra. Það hjálpar til við einbeitingu, ekki síst þar sem það eru næstum engar æfingar í Formúlu 1. Ég hef getað bætt mig með þátttöku í rallakstri. Það er mikilvægt í mótaröð með 20 mót eins og í ár", sagði Kubica. Í frétt autosport.com segir Morelli að á spítalanum hefði honum verið bent á það á sunnudaginn að búast við hinu versta vegna þess hve miklum blóðmissi Kubica varð fyrir við óhappið. Nokkrir Formúlu 1 ökumenn hafa heimsótt Kubica á spítalann í vikunni og í gær óku ökumenn á æfingum á Jerez brautnni með stuðningskveðju til handa Kubica á bílum sínum.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira