Eins og blámálaður Berndsen Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. janúar 2011 06:00 Bíó Megamind Leikstjóri: Tom McGrath Leikarar: Will Ferrell, Tina Fey, Jonah Hill, David Cross, Brad Pitt, Ben Stiller. Megamind er nýjasta Dreamworks-teiknimyndin. Að sjálfsögðu tölvuteiknuð og í þrívídd. Ég hef ekki séð einn einasta blekdropa í teiknimynd frá Hollywood síðan á tíunda áratugnum. Hinn illi Megamind og Metro Man hinn góði hafa barist um stórborgina Metro City frá því elstu menn muna. Megamind nær á endanum að sálga Metro Man með öflugum dauðageisla og borgarbúar syrgja. Megamind reynir að njóta lífsins eftir sigurinn en hann saknar andstæðingsins og er eirðarlaus. Hann bregður því á það ráð að búa til nýjan andstæðing, hinn hallærislega Titan, sem reynist síðan ekki vera jafn góður og Megamind hafði vonað. Þeir berjast um ástir fréttakonunnar Roxanne Ritchie, en fljótlega áttar Megamind sig á því að til að vinna hana á sitt band þarf hann að endurskoða hegðun sína. Hér er svo sem ekkert nýtt á ferðinni. Það er þó í lagi því Megamind er skemmtileg. Markhópur myndarinnar spannar vítt aldursbil, nóg er af „fullorðinsbröndurum" fyrir mömmur og pabba, en þó er ráðlagt að skilja þau yngstu eftir heima. Stálpaðir rokkhundar fá svo óvæntan glaðning, en Megamind er drekkhlaðin klassískum rokkslögurum frá AC/DC, Guns N' Roses og fleiri kempum. Mikið er vísað í sígildar ofurhetjusögur, og þá sérstaklega í sjálft Ofurmennið. Megamind lítur út eins og blámálaður Karl Berndsen, ef hann væri með vatnshöfuð, en hann þarf stóran haus fyrir allar þessar gáfur. Megamind er jú klár þó illur sé, en gáfunum sólundar hann í misheppnaða staðalmynd sína sem illmenni af James Bond skólanum. Boðskapurinn er einfaldur. Ekki sóa hæfileikum þínum, og það er aldrei of seint að verða góður. Þrívíddin er flott og tæknilega hliðin er til fyrirmyndar. Einnig þykir mér skemmtilegt að sjá nýjar sögur frekar en endalausar framhaldsmyndir, og vonandi halda framleiðendur áfram sínu striki, gefa skít í endurunnið efni og halda sköpuninni gangandi. Leikarar standa sig ágætlega. Skemmtilegastur er David Cross í hlutverki ránfisks, en Brad Pitt nær ekki alveg að skína jafn skært og hann ætti að vera fær um. Niðurstaða: Litskrúðugt fjör fyrir fjölskylduna. Og munið að vera góð. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó Megamind Leikstjóri: Tom McGrath Leikarar: Will Ferrell, Tina Fey, Jonah Hill, David Cross, Brad Pitt, Ben Stiller. Megamind er nýjasta Dreamworks-teiknimyndin. Að sjálfsögðu tölvuteiknuð og í þrívídd. Ég hef ekki séð einn einasta blekdropa í teiknimynd frá Hollywood síðan á tíunda áratugnum. Hinn illi Megamind og Metro Man hinn góði hafa barist um stórborgina Metro City frá því elstu menn muna. Megamind nær á endanum að sálga Metro Man með öflugum dauðageisla og borgarbúar syrgja. Megamind reynir að njóta lífsins eftir sigurinn en hann saknar andstæðingsins og er eirðarlaus. Hann bregður því á það ráð að búa til nýjan andstæðing, hinn hallærislega Titan, sem reynist síðan ekki vera jafn góður og Megamind hafði vonað. Þeir berjast um ástir fréttakonunnar Roxanne Ritchie, en fljótlega áttar Megamind sig á því að til að vinna hana á sitt band þarf hann að endurskoða hegðun sína. Hér er svo sem ekkert nýtt á ferðinni. Það er þó í lagi því Megamind er skemmtileg. Markhópur myndarinnar spannar vítt aldursbil, nóg er af „fullorðinsbröndurum" fyrir mömmur og pabba, en þó er ráðlagt að skilja þau yngstu eftir heima. Stálpaðir rokkhundar fá svo óvæntan glaðning, en Megamind er drekkhlaðin klassískum rokkslögurum frá AC/DC, Guns N' Roses og fleiri kempum. Mikið er vísað í sígildar ofurhetjusögur, og þá sérstaklega í sjálft Ofurmennið. Megamind lítur út eins og blámálaður Karl Berndsen, ef hann væri með vatnshöfuð, en hann þarf stóran haus fyrir allar þessar gáfur. Megamind er jú klár þó illur sé, en gáfunum sólundar hann í misheppnaða staðalmynd sína sem illmenni af James Bond skólanum. Boðskapurinn er einfaldur. Ekki sóa hæfileikum þínum, og það er aldrei of seint að verða góður. Þrívíddin er flott og tæknilega hliðin er til fyrirmyndar. Einnig þykir mér skemmtilegt að sjá nýjar sögur frekar en endalausar framhaldsmyndir, og vonandi halda framleiðendur áfram sínu striki, gefa skít í endurunnið efni og halda sköpuninni gangandi. Leikarar standa sig ágætlega. Skemmtilegastur er David Cross í hlutverki ránfisks, en Brad Pitt nær ekki alveg að skína jafn skært og hann ætti að vera fær um. Niðurstaða: Litskrúðugt fjör fyrir fjölskylduna. Og munið að vera góð.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira