Klassísk rauð og hvít jól 1. nóvember 2011 00:01 Hátíðarborð Sæunnar Þorsteinsdóttur myndlistarkonu er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn býr í Miðdal í Mosfellsbæ, þar sem Guðmundur Miðdal bjó, en hann var afabróðir hennar. Húsið sem hún býr í núna er í eigu ömmu hennar og að einhverju leyti byggt úr gamla húsi Guðmundar. „Það er yndislegt að búa hérna, engin ljósmengun en samt í raun örstutt frá borginni. Ekki skemmir að vera í húsinu hennar ömmu, innan um hennar muni, og ég notaði hnífapörin sem amma keypti í verslunarferð sem hún fór í til Færeyja fyrir nokkrum áratugum," segir Sæunn. Hátíðarborð Sæunnar er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og bjó til origami-brot úr servíettunum og klippti hvíta pappírslengju til að hengja á panelinn. Glösin eru frá Sæunni sjálfri en eru af gömlum lager, keypt í Norska húsinu í Stykkishólmi. „Það er föst jólahefð að mála rauð epli með hvítum glassúr, hef gert það með strákunum mínum, og þau eru svo borðuð jafnóðum. Ég notaði þau við borðskreytinguna og til þess að fá eitthvað sígrænt í borðið fór ég upp í brekku hér fyrir ofan og tíndi sitt af hverju til að leggja ofan á kertastjakann."- jma Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og notaði origami-brot á pappírinn á servíetturnar og sneri því við. Eplin eru máluð með glassúrkremi. Jólaskraut Mest lesið Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Með þrjú jólatré og jólakúlublæti Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól
Hátíðarborð Sæunnar Þorsteinsdóttur myndlistarkonu er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn býr í Miðdal í Mosfellsbæ, þar sem Guðmundur Miðdal bjó, en hann var afabróðir hennar. Húsið sem hún býr í núna er í eigu ömmu hennar og að einhverju leyti byggt úr gamla húsi Guðmundar. „Það er yndislegt að búa hérna, engin ljósmengun en samt í raun örstutt frá borginni. Ekki skemmir að vera í húsinu hennar ömmu, innan um hennar muni, og ég notaði hnífapörin sem amma keypti í verslunarferð sem hún fór í til Færeyja fyrir nokkrum áratugum," segir Sæunn. Hátíðarborð Sæunnar er klassískt, fært inn í umgjörð gamalla muna. Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og bjó til origami-brot úr servíettunum og klippti hvíta pappírslengju til að hengja á panelinn. Glösin eru frá Sæunni sjálfri en eru af gömlum lager, keypt í Norska húsinu í Stykkishólmi. „Það er föst jólahefð að mála rauð epli með hvítum glassúr, hef gert það með strákunum mínum, og þau eru svo borðuð jafnóðum. Ég notaði þau við borðskreytinguna og til þess að fá eitthvað sígrænt í borðið fór ég upp í brekku hér fyrir ofan og tíndi sitt af hverju til að leggja ofan á kertastjakann."- jma Sæunn vinnur mikið með pappír í list sinni og notaði origami-brot á pappírinn á servíetturnar og sneri því við. Eplin eru máluð með glassúrkremi.
Jólaskraut Mest lesið Efla jólastemningu í Hafnarfirði með vistvænu skautasvelli Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Með þrjú jólatré og jólakúlublæti Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Opnaði fyrstu jólagjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól