Heideld náði besta tíma í prófun Lotus Renault á hæfileikum hans 12. febrúar 2011 16:43 Nick Heidfeld ók með Lotus Renault á Jerez brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Þjóðverjinn Nick Heidfeld náði besta tíma allra ökumanna á Jerez brautinni á Spáni í dag. Lotus Renault liðið prófaði hann sem mögulegan staðgengil Robert Kubica í Formúlu 1. Kubica verður frá keppni um ótiltekinn tíma vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni á Ítalíu um síðustu helgi. Heidfeld varð 0.132 sekúndum á undan Spánverjanum Fernando Alonso hjá Ferrari á æfingunni í dag, en Þjíðverðinn Michael Schumacher á Mercedes varð þriðji samkvæmt tímum á autosport.com, sem fylgdist grannt með gangi mála í dag. Eric Bouiller hjá Lotus Renault sagði fyrir helgina í sama miðli að Heifeld yrði metinn á æfingu um helgina og ef liðsmenn væru ánægðir með hann myndu þeir halda í hann. Heidfeld var varaökumaður Mercedes í fyrra í upphafi tímabilsins, en hætti þar og réð sig í dekkjaprófannir með Pirelli um tíma og keppti svo með BMW Sauber liðinu í síðustu fimm Formúlu 1 mótum í stað Pedro de la Rosa frá Spáni og hætti hjá Pirelli. Heidfeld er 33 ára gamall og er búsettur í Sviss ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Hann keppti fyrst í Formúlu 1 með Prost liðinu árið 2000, en hefur síðan ekið með Sauber, Jordan, Williams og BMW Sauber á ferlinum. Tímarnir í dag. 1 HeidfeldRenault 1m20.361s 2 AlonsoFerrari 1m20.493s +0.132 3 SchumacherMercedes 1m21.054s +0.693 4 HamiltonMcLaren 1m21.099s +0.738 5 KobayashiSauber 1m21.242s +0.881 6 VettelRed Bull 1m21.574s +1.213 7 BuemiToro Rosso 1m21.681s +1.320 8 KovalainenLotus 1m21.711s +1.350 9 BarrichelloWilliams 1m22.227s +1.866 10 Di RestaForce India 1m22.945s +2.584 11 D'AmbrosioVirgin 1m25.471s +5.110 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld náði besta tíma allra ökumanna á Jerez brautinni á Spáni í dag. Lotus Renault liðið prófaði hann sem mögulegan staðgengil Robert Kubica í Formúlu 1. Kubica verður frá keppni um ótiltekinn tíma vegna meiðsla sem hann hlaut í rallkeppni á Ítalíu um síðustu helgi. Heidfeld varð 0.132 sekúndum á undan Spánverjanum Fernando Alonso hjá Ferrari á æfingunni í dag, en Þjíðverðinn Michael Schumacher á Mercedes varð þriðji samkvæmt tímum á autosport.com, sem fylgdist grannt með gangi mála í dag. Eric Bouiller hjá Lotus Renault sagði fyrir helgina í sama miðli að Heifeld yrði metinn á æfingu um helgina og ef liðsmenn væru ánægðir með hann myndu þeir halda í hann. Heidfeld var varaökumaður Mercedes í fyrra í upphafi tímabilsins, en hætti þar og réð sig í dekkjaprófannir með Pirelli um tíma og keppti svo með BMW Sauber liðinu í síðustu fimm Formúlu 1 mótum í stað Pedro de la Rosa frá Spáni og hætti hjá Pirelli. Heidfeld er 33 ára gamall og er búsettur í Sviss ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Hann keppti fyrst í Formúlu 1 með Prost liðinu árið 2000, en hefur síðan ekið með Sauber, Jordan, Williams og BMW Sauber á ferlinum. Tímarnir í dag. 1 HeidfeldRenault 1m20.361s 2 AlonsoFerrari 1m20.493s +0.132 3 SchumacherMercedes 1m21.054s +0.693 4 HamiltonMcLaren 1m21.099s +0.738 5 KobayashiSauber 1m21.242s +0.881 6 VettelRed Bull 1m21.574s +1.213 7 BuemiToro Rosso 1m21.681s +1.320 8 KovalainenLotus 1m21.711s +1.350 9 BarrichelloWilliams 1m22.227s +1.866 10 Di RestaForce India 1m22.945s +2.584 11 D'AmbrosioVirgin 1m25.471s +5.110
Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira