Leika bókatitla á aðfangadagskvöld 1. nóvember 2011 00:01 Það er eins gott að vera vel að sér um bókatitla ef maður ætlar að fá að opna pakkana sína á heimili Aldísar Guðmundsdóttur. Á heimili Aldísar Guðmundsdóttur, sálfæðikennara við MH, hefur sá siður komist á að leika Actionary við opnun pakkanna á aðfangadagskvöld. Sá getspakasti má svo opna einn pakka. Leikurinn fer þannig fram að einn er valinn til að byrja að leika og hinir reyna að geta upp á því hvað hann er að túlka. Sá sem getur rétt upp á því má opna einn pakka, síðan á hann að leika fyrir hina og svo koll af kolli. En má leika hvað sem er? „Yfirleitt höfum við haldið okkur við bókatitla, en þar sem einn ungur maður í fjölskyldunni er betur að sér um kvikmyndir en bækur höfum við leyft kvikmyndatitla líka,“ segir Aldís. Hvernig kom þessi siður til? „Ég er ekki alveg með það á hreinu,“ viðurkennir Aldís en bætir við að fjölskyldan hafi kynnst Actionary hjá vini í Bandaríkjunum árið 1993. Hún hafi samt ekki fyrr en 2000 farið að leika hann við pakkaopnunina á aðfangadagskvöld. Tekur ekki hálfa nóttina að opna pakkana með þessu móti? „Nei, yfirleitt tekur þetta rúma tvo tíma. Ein jólin fékk reyndar áðurnefndur ungur maður 80 pakka svo hann mátti opna nokkra pakka án þess að leikurinn kæmi til. Það hefur alltaf verið fín stemning í kringum þetta, mikið hlegið og mikið fjör.“- fsb Jólafréttir Jólahald Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól
Á heimili Aldísar Guðmundsdóttur, sálfæðikennara við MH, hefur sá siður komist á að leika Actionary við opnun pakkanna á aðfangadagskvöld. Sá getspakasti má svo opna einn pakka. Leikurinn fer þannig fram að einn er valinn til að byrja að leika og hinir reyna að geta upp á því hvað hann er að túlka. Sá sem getur rétt upp á því má opna einn pakka, síðan á hann að leika fyrir hina og svo koll af kolli. En má leika hvað sem er? „Yfirleitt höfum við haldið okkur við bókatitla, en þar sem einn ungur maður í fjölskyldunni er betur að sér um kvikmyndir en bækur höfum við leyft kvikmyndatitla líka,“ segir Aldís. Hvernig kom þessi siður til? „Ég er ekki alveg með það á hreinu,“ viðurkennir Aldís en bætir við að fjölskyldan hafi kynnst Actionary hjá vini í Bandaríkjunum árið 1993. Hún hafi samt ekki fyrr en 2000 farið að leika hann við pakkaopnunina á aðfangadagskvöld. Tekur ekki hálfa nóttina að opna pakkana með þessu móti? „Nei, yfirleitt tekur þetta rúma tvo tíma. Ein jólin fékk reyndar áðurnefndur ungur maður 80 pakka svo hann mátti opna nokkra pakka án þess að leikurinn kæmi til. Það hefur alltaf verið fín stemning í kringum þetta, mikið hlegið og mikið fjör.“- fsb
Jólafréttir Jólahald Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Jól Gleðilegt jólaglögg frá matreiðslumanni í heimsklassa Jól DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Dós sem spilar íslenskt lag Jól Gjafir ætlaðar þeim sem ekki hafa efni á jólagjöfum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól