Skreyttur skór í gluggann 1. nóvember 2011 00:01 Lilja Dröfn skellti sér í hlutverk Gluggagægis og kíkti á fallega skreyttu skóna í gluggakistunni heima hjá sér. Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir er menntaður skóhönnuður úr University of the Arts í London. Hún hefur þó ekki unnið við skóhönnun hér heima, fyrir utan að búa til eitt og eitt víkingapar. „Í dag hanna ég bæði töskur og fatnað fyrir okkur í Miss Patty á Hverfisgötu 103," segir Lilja en það er verslun sem hún opnaði í fyrrasumar. Lilja tók vel í að útbúa jólaskraut í tilefni af Jólablaði Fréttablaðsins. Hún ákvað að horfa til skóhönnunarnámsins af því tilefni. „Mér datt í hug að búa til skó fyrir eldri stelpur sem vilja líka fá í skóinn. Ég gerði einn fyrir mig, þennan rauða og einn fyrir Lenu systur sem fékk þann græna," segir hún glaðlega. Lilja keypti gamalt skópar í Rauðakross búðinni og skreytti það með perlum, borðum slaufu og pakkaskrauti sem hún límdi á skóna. Lilju þykir skemmtilegt að hafa jólaskraut en hins vegar þyki henni svo leiðinlegt að taka það niður að hún reynir yfirleitt að skreyta snemma svo það geti hangið uppi sem lengst. En hvers konar skraut heillar? „Ég hef mjög gaman af uppáhalds skrautinu hans pabba sem er gamalt pappírsskraut sem hengt er í loftið," segir Lilja glaðlega en hún hefur einnig gaman af að koma heim til foreldra sína og sjá gamalt skraut sem þær systurnar hafa föndrað í gegnum tíðina. En hvað langar hana í skóinn? „Mig langar í sko í skóinn. Nánar tiltekið læraháa converse skó," svarar hún og hlær. „Ég er svosem ekki mjög bjartsýn á að fá þá, ekki nema þeir komi þangað frá mér til mín." Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Nær sér í jólin í aftansöng Jólin Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Sætt úr Vesturheimi Jólin Girnilegir eftirréttir Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin
Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir er menntaður skóhönnuður úr University of the Arts í London. Hún hefur þó ekki unnið við skóhönnun hér heima, fyrir utan að búa til eitt og eitt víkingapar. „Í dag hanna ég bæði töskur og fatnað fyrir okkur í Miss Patty á Hverfisgötu 103," segir Lilja en það er verslun sem hún opnaði í fyrrasumar. Lilja tók vel í að útbúa jólaskraut í tilefni af Jólablaði Fréttablaðsins. Hún ákvað að horfa til skóhönnunarnámsins af því tilefni. „Mér datt í hug að búa til skó fyrir eldri stelpur sem vilja líka fá í skóinn. Ég gerði einn fyrir mig, þennan rauða og einn fyrir Lenu systur sem fékk þann græna," segir hún glaðlega. Lilja keypti gamalt skópar í Rauðakross búðinni og skreytti það með perlum, borðum slaufu og pakkaskrauti sem hún límdi á skóna. Lilju þykir skemmtilegt að hafa jólaskraut en hins vegar þyki henni svo leiðinlegt að taka það niður að hún reynir yfirleitt að skreyta snemma svo það geti hangið uppi sem lengst. En hvers konar skraut heillar? „Ég hef mjög gaman af uppáhalds skrautinu hans pabba sem er gamalt pappírsskraut sem hengt er í loftið," segir Lilja glaðlega en hún hefur einnig gaman af að koma heim til foreldra sína og sjá gamalt skraut sem þær systurnar hafa föndrað í gegnum tíðina. En hvað langar hana í skóinn? „Mig langar í sko í skóinn. Nánar tiltekið læraháa converse skó," svarar hún og hlær. „Ég er svosem ekki mjög bjartsýn á að fá þá, ekki nema þeir komi þangað frá mér til mín."
Föndur Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Nær sér í jólin í aftansöng Jólin Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Sætt úr Vesturheimi Jólin Girnilegir eftirréttir Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin