Huggulegir sveitasöngvar Freyr Bjarnason skrifar 7. janúar 2011 06:00 Last Train Home eftir Kalla. Tónlist Last Train Home Kalli Tónlistarmaðurinn Kalli vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Tenderfoot þar sem silkimjúkt kántrípoppið var í fyrirrúmi. Við gerð þessarar annarrar sólóplötu sinnar gekk hann skrefinu lengra og ákvað að taka hana upp í kántríborginni Nashville með aðstoð reyndra tónlistarmanna þaðan. Einn þeirra var goðsögnin Bob Moore sem spilaði á bassa fyrir sjálfan kónginn, Elvis Presley, í ellefu ár. Einnig koma við sögu gítarleikarinn Lloyd Green sem hefur leikið með Paul McCartney og trommarinn J.D. Blair, sem hefur spilað með Shaniu Twain. Fyrir vikið er hljómurinn allur mjög vandaður og Kalli sjálfur er á heimavelli í kántrísöng sínum eins og við var að búast. Vissulega hljómar það stundum ótrúverðugt að ungur Íslendingur skuli kyrja angurværa ameríska sveitasöngva um síðustu lestina heim, um að hitta kærustuna sína í Laurel Canyon í Kaliforníu og um að hlaupa um götur New York-borgar en vafalítið er það liður í að höfða betur til erlendra hlustenda. Lögin eru engu að síður flest hugguleg og þægileg, þar á meðal This Is Goodbye og Shine On Me, án þess þó að grípa mann á afgerandi hátt. Niðurstaða: Huggulegt kántrí sem Kalli syngur af mikilli yfirvegun. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist Last Train Home Kalli Tónlistarmaðurinn Kalli vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Tenderfoot þar sem silkimjúkt kántrípoppið var í fyrirrúmi. Við gerð þessarar annarrar sólóplötu sinnar gekk hann skrefinu lengra og ákvað að taka hana upp í kántríborginni Nashville með aðstoð reyndra tónlistarmanna þaðan. Einn þeirra var goðsögnin Bob Moore sem spilaði á bassa fyrir sjálfan kónginn, Elvis Presley, í ellefu ár. Einnig koma við sögu gítarleikarinn Lloyd Green sem hefur leikið með Paul McCartney og trommarinn J.D. Blair, sem hefur spilað með Shaniu Twain. Fyrir vikið er hljómurinn allur mjög vandaður og Kalli sjálfur er á heimavelli í kántrísöng sínum eins og við var að búast. Vissulega hljómar það stundum ótrúverðugt að ungur Íslendingur skuli kyrja angurværa ameríska sveitasöngva um síðustu lestina heim, um að hitta kærustuna sína í Laurel Canyon í Kaliforníu og um að hlaupa um götur New York-borgar en vafalítið er það liður í að höfða betur til erlendra hlustenda. Lögin eru engu að síður flest hugguleg og þægileg, þar á meðal This Is Goodbye og Shine On Me, án þess þó að grípa mann á afgerandi hátt. Niðurstaða: Huggulegt kántrí sem Kalli syngur af mikilli yfirvegun.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira