Viðskipti erlent

Erfitt ár að renna sitt skeið á enda

Hlutabréfamarkaðurinn í London lokar síðar í dag og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári. Árið sem er að líða hefur verið erfitt fyrir fjárfesta eins og raunar almenning allan. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um sex prósent á þessu ári. Það er reyndar mun minni lækkun er sést á öðrum helstu vísitölum í Evrópu.

DAX vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 17 prósent og CAC vísitalan í París hefur lækkað um þrettán prósent. Evran lækkaði um rúmlega þrjú prósent í gær og hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadal í fimmtán mánuði. Enn sér ekki fyrir endann á þeirri kreppu sem evran er í og búast sérfræðingar við áframhaldandi lækkun á nýju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×