Viðskipti erlent

Lækkanir þrátt fyrir risa innspýtingu

Lækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt og evran lét undan í morgun sem talið er merki um efasemdir fjárfesta um að 500 milljarða evra innspýting Seðlabanka Evrópu inn í hagkerfi álfunnar í gær hafi tilætluð áhrif.

Þetta var stærsta aðgerð bankans til hjálpar kerfinu til þessa, en rúmlega 500 bankar nýttu sér hagstæð lán sem stóðu til boða á eins prósents vöxtum. Um 78 þúsund milljarða íslenskra króna er að ræða.

Þrátt fyrir þetta lækkuðu helstu markaðir í Evrópu í gær og sú lækkun endurspeglaðist á Asíumörkuðum í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×