Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar 11. desember 2011 12:15 Pep Guardiola og Jose Mourinho í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real." Spænski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real."
Spænski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira