Vettel: Við áttum stórkostlegt tímabil 12. desember 2011 18:15 Sebastian Vettel og Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull glaðir í bragði þegar Red Bull liðið fagnaði árangri sínum í Milton Keynes á laugardag. MYND: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira