Stálheppinn auðmaður tekur slaginn gegn Putin 13. desember 2011 07:58 Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Prokhorov er þriðji auðugasti Rússinn og raunar í hópi 40 auðugustu manna heimsins. Tímaritið Forbes áætlar að auðæfi hans nemi um 18 milljörðum dollara eða tæplega 2.200 milljörðum króna. Prokhorov hóf að byggja upp veldi sitt í kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir tæpum 20 árum síðan, einkum með því að eignast námufélög og málmvinnslur. Hann var um tíma ráðherra í stjórn Boris Jeltsín og notfærði sér þá aðstöðu óspart til að safna að sér eignum. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla á Vesturlöndum árið 2007 þegar hann var handtekinn í franska skíðabænum Courchevel vegna gruns um mannsal og rekstur á vændiskonum en var síðan sleppt án ákæru. Prokhorov þykir stálheppinn í viðskiptum því hann náði að selja hlut sinn í málmvinnslunni Norlisk Nickel áður en kreppan skall á árið 2008 fyrir 7 milljarða dollara út í hönd og 14% hlut í Rusal, stærsta álfyrirtækis heimsins. Hann mun þurfa á þeirri heppni að halda til að eiga möguleika gegn Putin. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Prokhorov er þriðji auðugasti Rússinn og raunar í hópi 40 auðugustu manna heimsins. Tímaritið Forbes áætlar að auðæfi hans nemi um 18 milljörðum dollara eða tæplega 2.200 milljörðum króna. Prokhorov hóf að byggja upp veldi sitt í kjölfar hruns Sovétríkjanna fyrir tæpum 20 árum síðan, einkum með því að eignast námufélög og málmvinnslur. Hann var um tíma ráðherra í stjórn Boris Jeltsín og notfærði sér þá aðstöðu óspart til að safna að sér eignum. Hann komst í sviðsljós fjölmiðla á Vesturlöndum árið 2007 þegar hann var handtekinn í franska skíðabænum Courchevel vegna gruns um mannsal og rekstur á vændiskonum en var síðan sleppt án ákæru. Prokhorov þykir stálheppinn í viðskiptum því hann náði að selja hlut sinn í málmvinnslunni Norlisk Nickel áður en kreppan skall á árið 2008 fyrir 7 milljarða dollara út í hönd og 14% hlut í Rusal, stærsta álfyrirtækis heimsins. Hann mun þurfa á þeirri heppni að halda til að eiga möguleika gegn Putin.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira