Viðskipti erlent

Spáir hörðum kreppuvetri á evrusvæðinu

Endurskoðendafyrirtækið Ernst & Young spáir því að harður kreppuvetur sé framundan á evrusvæðinu.

Hagvöxtur á svæðinu verði aðeins 0,1% á næsta ári og nær engar líkur séu á að 10% atvinnuleysi á svæðinu muni minnka fyrr en árið 2015. Ernst & Young gerir þó ráð fyrir hægfara bata með allt að 2% hagvexti árið 2013.

Verst er ástandið í Grikklandi sem nú upplifir mestu kreppu í sögu landsins. Landsframleiðsla Grikklands dróst saman um 4,5% í fyrra og nú lítur út fyrir að samdrátturinn verði yfir fimm og hálft prósent í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×