Adele "skipti máli" að mati Time Magnús Halldórsson skrifar 15. desember 2011 21:00 Adele á tónleikum. Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tímartið Time setur Adele í hóp fólks sem „skipti máli" á árinu 2011. Í honum eru m.a. Mahmoud Abbas og Khaled Meshal, leiðtogar Fatah og Hamas, Yukio Amanu, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að ógleymdri persónu ársins að mati Time, mótmælandanum.Meira en nokkur annar Adele gaf út plötuna 21 hinn 24. janúar á þessu ári og hefur velgengni hennar verið ævintýri líkust. Platan hefur selst í 13 milljónum eintaka á heimsvísu, sem er meira en nokkur önnur plata sem kom út á þessu ári. Til samanburðar má nefna að plata Lady Gaga, Born this Way, hefur selst í átta milljónum eintaka. Lagið Somone Like you, af plötunni 21, er fyrsta lagið í sögunni þar sem einungis er stuðst við píanó og söng til þess að komast í efsta sætið á bandaríska vinsældarlistanum.Efnahagsstórveldi Hún er þegar orðin að hálfgerðu efnahagsstórveldi sem listamaður þrátt fyrir ungan aldur. Sé miðað við algengt verð á plötum í erlendum verslunum hefur innkoman af sölu á 21 verið um 26 milljarðar króna á árinu, eða sem nemur um 2.000 krónum á hverja plötu. Sú upphæð dreifist síðan á útgefanda, verslanir, listamenn og aðra þá sem koma að framleiðslu plötunnar. Adele hefur sjálf sagt að hún sé feimin og eigi erfitt með að einbeita sér áður en hún stígur á svið á tónleikum. En um leið og hún byrjar að syngja, hverfur allt stress, að því er haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum erlendis.Hér má sjá Adele flytja Someone Like You á bresku tónlistarverðlaunum fyrr á árinu en það lag er eins og fyrr segir, eina lagið í sögunni sem flutt er einungis á píanó og með söng til þess að setjast í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans, að því er segir í umsögn Time um Adele. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Tímartið Time setur Adele í hóp fólks sem „skipti máli" á árinu 2011. Í honum eru m.a. Mahmoud Abbas og Khaled Meshal, leiðtogar Fatah og Hamas, Yukio Amanu, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að ógleymdri persónu ársins að mati Time, mótmælandanum.Meira en nokkur annar Adele gaf út plötuna 21 hinn 24. janúar á þessu ári og hefur velgengni hennar verið ævintýri líkust. Platan hefur selst í 13 milljónum eintaka á heimsvísu, sem er meira en nokkur önnur plata sem kom út á þessu ári. Til samanburðar má nefna að plata Lady Gaga, Born this Way, hefur selst í átta milljónum eintaka. Lagið Somone Like you, af plötunni 21, er fyrsta lagið í sögunni þar sem einungis er stuðst við píanó og söng til þess að komast í efsta sætið á bandaríska vinsældarlistanum.Efnahagsstórveldi Hún er þegar orðin að hálfgerðu efnahagsstórveldi sem listamaður þrátt fyrir ungan aldur. Sé miðað við algengt verð á plötum í erlendum verslunum hefur innkoman af sölu á 21 verið um 26 milljarðar króna á árinu, eða sem nemur um 2.000 krónum á hverja plötu. Sú upphæð dreifist síðan á útgefanda, verslanir, listamenn og aðra þá sem koma að framleiðslu plötunnar. Adele hefur sjálf sagt að hún sé feimin og eigi erfitt með að einbeita sér áður en hún stígur á svið á tónleikum. En um leið og hún byrjar að syngja, hverfur allt stress, að því er haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum erlendis.Hér má sjá Adele flytja Someone Like You á bresku tónlistarverðlaunum fyrr á árinu en það lag er eins og fyrr segir, eina lagið í sögunni sem flutt er einungis á píanó og með söng til þess að setjast í efsta sæti bandaríska vinsældarlistans, að því er segir í umsögn Time um Adele.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira