Úr fangelsi kjördæmapotsins Ólafur Stephensen skrifar 3. desember 2011 12:19 Áform um nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur á teikniborðinu í ýmsum myndum í hálfa öld án þess að rísa nokkurn tímann, lentu enn í uppnámi í vikunni. Að þessu sinni vegna þess að stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis, undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hafði efasemdir um að fangelsið sem áformað er á Hólmsheiði ætti að verða jafnstórt og stefnt hefur verið að. Fjárveiting til að ljúka hönnun þess var því í óvissu, en Fréttablaðið segir frá því í dag að líkast til náist lending í málinu. Meirihlutinn í fjárlaganefnd virtist hafa vit sitt úr meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, en í umsögn um fjárlagafrumvarpið til fjárlaganefndar lýsti hann miklum efasemdum um fangelsisbygginguna á Hólmsheiði, vildi minni framkvæmd á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar byggja nýja öryggisálmu með því sem henni tilheyrir við fangelsið á Litla-Hrauni. Þessi afstaða gengur þvert á allar niðurstöður Fangelsismálastofnunar og innanríkisráðuneytisins, þar sem málið hefur verið í undirbúningi árum saman. Hún kemur hins vegar ekki sérstaklega á óvart. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar er Björgvin G. Sigurðsson, sem undanfarið hefur ástundað óskammfeilið og grímulaust kjördæmapot, meðal annars í umræðum um flutning réttargeðdeildar frá Sogni á Klepp, hugsanlegan flutning Landhelgisgæzlunnar til Suðurnesja og byggingu nýs fangelsis. Þingmaðurinn hefur borið brigður á alla útreikninga og röksemdir sem leiða til annarrar niðurstöðu en þeirrar að viðkomandi starfsemi væri bezt komin í Suðurkjördæmi. Stundum hefur ákafinn hlaupið með þingmanninn í gönur, eins og þegar hann sakaði innanríkisráðherrann um að hafa lekið í Fréttablaðið upplýsingum um aukakostnað sem því fylgdi að byggja frekar á Litla-Hrauni en á Hólmsheiði. Þessar háleynilegu upplýsingar voru úr minnisblaði Deloitte, sem þá hafði verið aðgengilegt á heimasíðu innanríkisráðuneytisins í átta mánuði. Það er alveg sjálfsagt að þingnefndir kalli eftir ýtarlegum upplýsingum um mismunandi valkosti þegar fé almennings er ráðstafað. Það á líka við í þessu máli. Tvennt skiptir hins vegar miklu máli þegar tekin er ákvörðun um að veita fé til hönnunar nýs fangelsis. Annars vegar að málið tefjist ekki frekar en orðið er. Ástandið í fangelsismálum er algjörlega skelfilegt og felur í sér margvísleg mannréttindabrot. Það verður alls ekki umflúið að koma byggingu nýs fangelsis á rekspöl og varla er hægt að taka mark á röksemdum um að 56 pláss séu of mörg, þegar hátt á fjórða hundrað manns bíða boðunar í afplánun. Hins vegar að fagleg sjónarmið, þar á meðal um rekstrarhagkvæmni, ráði för við ákvörðunina. Það er fullkomlega óþolandi hvernig þingmenn, fyrst og fremst þeir sem sitja á þingi fyrir Suðurkjördæmi, hafa komizt upp með að stilla málinu upp sem spurningu um atvinnu á Suðurlandi. Það er þess vegna full ástæða til að fagna því að þingheimur hafi áorkað að brjótast út úr fangelsi kjördæmapotsins, sem hefur verið undirrót svo margra vitlausra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Áform um nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur á teikniborðinu í ýmsum myndum í hálfa öld án þess að rísa nokkurn tímann, lentu enn í uppnámi í vikunni. Að þessu sinni vegna þess að stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis, undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hafði efasemdir um að fangelsið sem áformað er á Hólmsheiði ætti að verða jafnstórt og stefnt hefur verið að. Fjárveiting til að ljúka hönnun þess var því í óvissu, en Fréttablaðið segir frá því í dag að líkast til náist lending í málinu. Meirihlutinn í fjárlaganefnd virtist hafa vit sitt úr meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, en í umsögn um fjárlagafrumvarpið til fjárlaganefndar lýsti hann miklum efasemdum um fangelsisbygginguna á Hólmsheiði, vildi minni framkvæmd á höfuðborgarsvæðinu en hins vegar byggja nýja öryggisálmu með því sem henni tilheyrir við fangelsið á Litla-Hrauni. Þessi afstaða gengur þvert á allar niðurstöður Fangelsismálastofnunar og innanríkisráðuneytisins, þar sem málið hefur verið í undirbúningi árum saman. Hún kemur hins vegar ekki sérstaklega á óvart. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar er Björgvin G. Sigurðsson, sem undanfarið hefur ástundað óskammfeilið og grímulaust kjördæmapot, meðal annars í umræðum um flutning réttargeðdeildar frá Sogni á Klepp, hugsanlegan flutning Landhelgisgæzlunnar til Suðurnesja og byggingu nýs fangelsis. Þingmaðurinn hefur borið brigður á alla útreikninga og röksemdir sem leiða til annarrar niðurstöðu en þeirrar að viðkomandi starfsemi væri bezt komin í Suðurkjördæmi. Stundum hefur ákafinn hlaupið með þingmanninn í gönur, eins og þegar hann sakaði innanríkisráðherrann um að hafa lekið í Fréttablaðið upplýsingum um aukakostnað sem því fylgdi að byggja frekar á Litla-Hrauni en á Hólmsheiði. Þessar háleynilegu upplýsingar voru úr minnisblaði Deloitte, sem þá hafði verið aðgengilegt á heimasíðu innanríkisráðuneytisins í átta mánuði. Það er alveg sjálfsagt að þingnefndir kalli eftir ýtarlegum upplýsingum um mismunandi valkosti þegar fé almennings er ráðstafað. Það á líka við í þessu máli. Tvennt skiptir hins vegar miklu máli þegar tekin er ákvörðun um að veita fé til hönnunar nýs fangelsis. Annars vegar að málið tefjist ekki frekar en orðið er. Ástandið í fangelsismálum er algjörlega skelfilegt og felur í sér margvísleg mannréttindabrot. Það verður alls ekki umflúið að koma byggingu nýs fangelsis á rekspöl og varla er hægt að taka mark á röksemdum um að 56 pláss séu of mörg, þegar hátt á fjórða hundrað manns bíða boðunar í afplánun. Hins vegar að fagleg sjónarmið, þar á meðal um rekstrarhagkvæmni, ráði för við ákvörðunina. Það er fullkomlega óþolandi hvernig þingmenn, fyrst og fremst þeir sem sitja á þingi fyrir Suðurkjördæmi, hafa komizt upp með að stilla málinu upp sem spurningu um atvinnu á Suðurlandi. Það er þess vegna full ástæða til að fagna því að þingheimur hafi áorkað að brjótast út úr fangelsi kjördæmapotsins, sem hefur verið undirrót svo margra vitlausra ákvarðana.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun