Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2011 19:00 Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira