Fótbolti

Mancini: Evrópudeildin er mikilvæg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City.
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið muni leggja mikla áherslu á að vinna Evrópudeild UEFA eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

City vann að vísu góðan 2-0 sigur á Bayern München í gær en þar sem að Napoli vann Villarreal á sama tíma dugði það ekki til að komast upp í annað sæti A-riðils.

„Mér finnst sigur í Evrópudeildinni vera mikilvægt markmið fyrir Manchester City því félagið þarf að vinna eins marga titla og mögulegt er,“ sagði Mancini eftir leikinn í gær.

„Þetta er ekki Meistaradeildin en vissulega mikilvægt. Ég tel að það verði gott fyrir Manchester City að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×