Samsæriskenningar berast víða - Komst Lyon áfram á svindli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2011 14:15 Myndin umdeilda. Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira
Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Sjá meira