Samsæriskenningar berast víða - Komst Lyon áfram á svindli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2011 14:15 Myndin umdeilda. Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira
Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vill bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Sjá meira