Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári 9. desember 2011 14:30 Romain Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári. MYND: LAT PHOTOGRAPHIC/ANDREW FERRARO Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira