Viðskipti erlent

Bretum bannað að eiga í viðskiptum við íranska banka

Forseti Írans hefur þráfaldlega haldið því fram að kjarnorkuáætlun landsins sé aðeins í friðsamlegum tilgangi.
Forseti Írans hefur þráfaldlega haldið því fram að kjarnorkuáætlun landsins sé aðeins í friðsamlegum tilgangi.
Bresk stjórnvöld ætla að skera á öll tengsl við íranska banka en aðgerðirnar eru hluti af hertum refsiaðgerðum vestrænna þjóða gegn Írönum eftir að því var haldið fram í nýrri skýrslu frá alþjóðakjarnorkumálastofnuninni að íranar væru lengra á veg komnir með að þróa kjarnavopn en áður var talið.

George Osborn fjármálaráðherra tilkynnti um aðgerðir Breta í dag en áður höfðu Bandaríkjamenn ákveðið að fara svipaða leið. Nýju reglurnar þýða að breskum fjármálastofnunum verður gert skylt að hætta að eiga í viðskiptum við íranska banka og þar er íranski seðlabankinn meðtalinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×