Mark Webber hjá Red Bull varð hlutskarpastur í Brasilíukappakstrinum í Formúlunni í dag. Þetta var lokamót tímabilsins og fyrsti sigur Webber.
Sebastian Vettel leiddi mótið frá byrjun en svo lenti hann í vandræðum með gírkassann. Þrátt fyrir það missti hann aðeins Webber fram úr sér og tók silfur.
Jenson Button náði þriðja sætinu eftir harða keppni við Fernando Alonso.
Webber vann í Brasilíu
