Viðskipti erlent

Tóku skortstöðu gegn viðskiptavinunum

Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs.
Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs.
Carl Levin, öldungardeildarþingmaður bandaríkjaþings, spurði Llyod Blankfein, stjórnarformann og forstjóra Goldman Sachs spjörunum úr í bandaríska þinginu um afleiður og tryggingar, fyrr á þessu ári. „Þið voruð að sjorta viðskiptavini ykkar," sagði Levin og gekk á Blankfein. Þessi starfsemi Goldman Sachs er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum.

Hægt er að sjá myndband með því þegar Levin stýrir yfirheyrslum yfir Blankfein á viðskiptavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×