Tölvuþrjótar ráðast á Steam 11. nóvember 2011 21:35 Árásin á Steam er ein af mörgum sem tölvuleikjafyrirtæki hafa þurft að þola á árinu. Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins. Leikjavísir Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Kreditkorta- og persónuupplýsingar tæplega 35 milljón notenda tölvuleikjaþjónustunnar Steam eru í hættu. Þetta tilkynnti Gabe Newell, stofnandi og stjórnarformaður Valve. Steam er dreifingarkerfi fyrir ýmsa tölvuleiki en notendur greiða fyrir aðgang að leikjunum. Í tilkynningu frá Newell kom fram að allar kreditkortaupplýsingar séu dulkóðaðar. Hann sagði algjörlega óvíst hvort að tölvuhakkararnir hefðu haft aðgang að upplýsingunum. Upp komst um árásina eftir að spjallsvæði Steam var skemmt af tölvuþrjótunum. Ljóst er að hakkararnir komust yfir mikið magn upplýsinga - þar á meðal notendanöfn og gömul lykilorð, ásamt fyrri kaupum notenda og dulkóðuðum kreditkortaupplýsingum. Newell bað notendur Steam um að fylgjast með notkun kreditkorta sinna. Nokkur tölvuleikjafyrirtæki hafa orðið fyrir árás hakkara það sem af er ári. Í apríl þurfti Sony að loka fyrir netkerfi Playstation leikjatölvunnar eftir að tölvuþrjótar komust yfir persónuupplýsingar notenda þess en þeir eru um 70 milljón talsins.
Leikjavísir Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira