Vettel féll úr leik í fyrsta skipti á árinu eftir að dekk sprakk 13. nóvember 2011 20:50 Sebastian Vettel féll úr leik eftir að afturdekk á bíl hans sprakk og bíll hans skemmdist í framhaldi af því. AP MYND: Kamran Jebrelli Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel féll úr leik í fyrsta hring í kappakstrinum í Abú Dabí í dag, eftir að afturdekk sprakk skömmu eftir að keppendur voru ræstir af stað. Bíllinn snerist útaf brautinni, en það er óljóst er hvað olli því að dekkið sprakk, því Vettel lenti ekki í stamstuði við neinn annan keppanda í upphafi mótsins. Hann hafði verið fremstur á ráslínu og var í forystu í kappakstrinum þegar dekkið sprakk. „Á leið út úr fyrstu beygjunni virtist allt vera í lagi, en þegar ég var að fara í aðra beygjuna þá fann ég að eitthvað var skrítið hægra megin að aftan", sagði Vettel um atvikið. Hann þurfti að bregðast við til að hafa stjórn á bílnum, þar sem hægra afturdekkið var vindlaust, en hann fékk svo ekki við neitt ráðið og fór útaf brautinni og út á grasflöt. Vettel náði síðan að halda áfram og keyra inn á þjónustusvæðið. „Þegar ég kom á þjónustusvæðið þá var ljóst að afturfjöðrunin hafði skemmst og ég gat ekki haldið áfram. Við hefðum ekki getað gert neitt betur þessa helgina, en verðum að skoða hvað varð til þess að dekkið sprakk. Ég náði góðri ræsingu og var ánægður með bílinn fram að þessu atviki. Að tapa mótinu þarna, svona snemma, það er sannarlega sárt, " sagði Vettel. Hann notaði tækifærið og fylgidst með aðgerðum Red Bull á manna á þjónustusvæðinu, þar sem Christian Horner, yfirmaður Red Bull og þeir sem stýra gangi mála hjá liðinu sitja á meðan keppni stendur.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira