Williams staðfestir viðræður við Raikkönen 16. nóvember 2011 11:45 Kimi Raikkönen keppti í rallkeppni í Bretlandi um síðustu helgi á Citröen. MYND: GEPA PICTURES/McClein Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í rallakstri síðustu tvö ár, en hann varð heimsmeistari með Ferrari í Formúlu 1 árið 2007. Williams liðið hefur gert samning við Renault um að útvega liðinu vélar á næsta ári, en Renault sér m.a. meistaraliði Red Bull fyrir vélum í ár. Williams og Renault unnu mörg mót og meistaratitla þegar fyrirtækin tvö unnu saman á síðustu öld. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum mikinn áhuga á Kimi. Það er verið að deila um peninga, sem er fullkomlega eðlilegt í viðskiptum. Þetta gæti heppnast, en það væri bjánalegt af mér að segja að við séum ekki að tala við Kimi. Við kunnum vel við að tala við Kimi," sagði Williams í spjallinu við Saari, sem spurði hann þá hvort það væri raunhæfur möguleiki á því að Raikkönen myndi keyra annan bíl liðsins á næsta ári. „Ég þarf að velja orð mín vel og segi bara að það sé mögulegt," svaraði þá Williams. Rubens Barrichello og Pastor Maldonado eru núverandi ökumenn Williams liðsins. Liðið hefur einnig leyft ungum finnskum ökumanni að spreyta sig á æfingum í Abú Dabí í gær og í dag þar sem liðið er að spá í ökumenn framtíðarinnar. Það er kappi sem heitir Valtteri Bottas og hann sagði þetta m.a. eftir æfinguna í gær: „Ég naut mín virkilega að keyra bílinn á alvöru braut í dag. Það tók mig ekki langan tíma að venjast bílnum, en það eru samt nýir hlutir að spá í fyrir mig. Það er miklu meira niðurtog og kraftur en í bílunum sem ég er vanur að keyra, en ég kunni vel við það og dagurinn gekk vel." Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen. Raikkönen hefur keppt í rallakstri síðustu tvö ár, en hann varð heimsmeistari með Ferrari í Formúlu 1 árið 2007. Williams liðið hefur gert samning við Renault um að útvega liðinu vélar á næsta ári, en Renault sér m.a. meistaraliði Red Bull fyrir vélum í ár. Williams og Renault unnu mörg mót og meistaratitla þegar fyrirtækin tvö unnu saman á síðustu öld. „Það er ekkert leyndarmál að við höfum mikinn áhuga á Kimi. Það er verið að deila um peninga, sem er fullkomlega eðlilegt í viðskiptum. Þetta gæti heppnast, en það væri bjánalegt af mér að segja að við séum ekki að tala við Kimi. Við kunnum vel við að tala við Kimi," sagði Williams í spjallinu við Saari, sem spurði hann þá hvort það væri raunhæfur möguleiki á því að Raikkönen myndi keyra annan bíl liðsins á næsta ári. „Ég þarf að velja orð mín vel og segi bara að það sé mögulegt," svaraði þá Williams. Rubens Barrichello og Pastor Maldonado eru núverandi ökumenn Williams liðsins. Liðið hefur einnig leyft ungum finnskum ökumanni að spreyta sig á æfingum í Abú Dabí í gær og í dag þar sem liðið er að spá í ökumenn framtíðarinnar. Það er kappi sem heitir Valtteri Bottas og hann sagði þetta m.a. eftir æfinguna í gær: „Ég naut mín virkilega að keyra bílinn á alvöru braut í dag. Það tók mig ekki langan tíma að venjast bílnum, en það eru samt nýir hlutir að spá í fyrir mig. Það er miklu meira niðurtog og kraftur en í bílunum sem ég er vanur að keyra, en ég kunni vel við það og dagurinn gekk vel."
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira