Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2011 19:15 Lionel Messi fagnar í kvöld. Mynd/AFP Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið. Lionel Messi skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð fyrir Barcelona og það fyrsta var hans 200. fyrir félagið. Messi fiskaði víti og Marian Cisovsky útaf með rautt spjald á 24. mínútu. Messi skoraði síðan sjálfur úr vítinu og staða Tékkanna var orðin slæm enda nógu erfitt að spila með fullt lið á móti Börsungum. Messi kom Barcelona síðan í 2-0 í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir laglegt samspil við Adriano. Cesc Fabregas skoraði þriðja markið á 72. mínútu og Messi innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma. Zlatan Ibrahimovic kom AC Milan í 1-0 á 22. mínútu á móti BATE Borisov í Hvíta Rússlandi en Svíinn fékk þá sendingu frá Robinho. Renan jafnaði metin á 55. mínútu og þannig endaði leikurinn. Barcelona er með 10 stig en AC Milan er með átta stig eða sex stigum fleiri en BATE. AC Milan er hinsvegar með betri innbyrðsstöðu en BATE og verður því aldrei neðar en hvít-rússneska liðið. Ensku liðin Arsenal og Chelsea náðu aðeins jafnteflum út úr sínum leikjum en sigur á heimavelli á móti Marseille hafði skilað lærisveinum Arsene Wenger í sextán liða úrslitin. Arsenal er með eins stigs forskot á Marseille í F-riðli en Borussia Dortmund á enn möguleika eftir 1-0 heimasigur á Olympiacos. Spennan jókst í E-riðlinum þökk sé 1-1 jafntefli Chelsea á útivelli á móti belgíska liðinu Genk og 3-1 sigri á Valencia á heimavelli á móti Bayer Leverkusen. Chelsea er með 8 stig eða tveimur stigum meira en Leverkusen. Valencia er nú aðeins þremur stigum á eftir enska liðinu eftir þennan góða sigur. Brasilíumaðurinn Jonas kom Valencia í 1-0 eftir aðeins 10,6 sekúndur eftir hrein gjöf frá varnarmönnum þýska liðsins. Hann var aðeins þremur hundraðshlutum frá því að bæta met Hollendingsins Roy Makaay sem skoraði eftir 10,3 sekúndur fyrir Bayern Müncghen á móti Real Madrid árið 2007. Michael Ballack spilaði leikinn nefbrotinn og með grímu. Hann lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Stefan Kiessling á 31. mínútu en Kiessling skallaði þá inn fyrirgjöf Ballack. Valencia tryggði sér hinsvegar fyrsta sigur sinn í riðlinum með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Ramires kom Chelsea í 1-0 á 25. mínútu eftir laglegt þríhyrningsspil við Fernando Torres. Chelsea gat bætt við mörkum á næstu mínútum ekki síst á 39. mínútu leiksins þegar David Luiz lét ungverska markvörðinn Laszlo Koteles verja frá sér víti sem var dæmt fyrir hendi. Það var hinsvegar Genk sem skoraði næsta mark og tryggði sér 1-1 jafntefli. Zenit St Pétursborg og APOEL Nicosia eru í tveimur efstu sætum G-riðils eftir eins marks sigra á heimavelli. Porto tapaði á Kýpur og er nú í 3.sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Zenit og fjórum stigum á eftir toppliði APOEL.Öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillValencia-Bayer Leverkusen 3-1 1-0 Jonas (1.), 1-1 Stefan Kiessling (31.), 2-1 Roberto Soldado (65.), 3-1 Adil Rami (75.)Genk-Chelsea 1-1 0-1 Ramires (25.), 1-1 Jelle Vossen (61.),F-riðillArsenal-Marseille 0-0Borussia Dortmund-Olympiacos 1-0 1-0 Kevin Großkreutz (7.)G-riðillZenit-Shakhtar Donetsk 1-0 1-0 Nicolas Lombaerts (45.)Apoel Nicosia-Porto 2-1 1-0 Ailton Jose Almeida (42.), 1-1 Hulk (89.), 2-1 Gustavo Manduca (90.)H-riðillFC Bate Borisov-AC Milan 1-1 0-1 Zlatan Ibrahimovic (22.), 1-1 Renan (55.)Viktoria Plzen-Barcelona 0-4 0-1 Lionel Messi, víti (24.), 0-2 Lionel Messi. (45+2), 0-3 Cesc Fabregas (72.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira