Neyðarfundur hjá ríkisstjórn Grikklands 1. nóvember 2011 22:59 Það er margvísleg vandamál hjá grísku ríkisstjórninni þessa dagana. Hún reynir nú allt til þess að afstýra þjóðargjaldþroti. Ríkisstjórn George Papandreou forsætisráðherra Grikklands er nú á neyðarfundi vegna vaxandi pólitískrar óvissu í landinu í kjölfar tilkynningar um að niðurskurðaráform stjórnvalda muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Þjóðhöfðingjar um gjörvalla Evrópu hafa í dag lýst yfir áhyggjum sínum af þeirri óvissu sem skapast hefur um stöðu landsins í kjölfar ákvörðunarinnar um að þjóðaratkvæðagreiðslu. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í ávarpi í dag. Verð hlutabréfa í Evrópu og Bandaríkjunum lækkaði skarplega, um þrjú til fimm prósent, þó meira í Evrópu. Viðbrögð markaða við stöðunni sem upp er komin í Grikklandi virðast vera þau að fjárfestar trúa tæpast öðru en að miklar niðurskurðartillögur stjórnvalda verði felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóhöfðingjar á evrusvæðinu samþykktu á dögunum að stækka björgunarsjóð ESB úr 440 milljörðum evra í þúsund milljarða til að bregðast við vaxandi vanda vegna mikilla ríkisskulda og vanda banka. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ríkisstjórn George Papandreou forsætisráðherra Grikklands er nú á neyðarfundi vegna vaxandi pólitískrar óvissu í landinu í kjölfar tilkynningar um að niðurskurðaráform stjórnvalda muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Þjóðhöfðingjar um gjörvalla Evrópu hafa í dag lýst yfir áhyggjum sínum af þeirri óvissu sem skapast hefur um stöðu landsins í kjölfar ákvörðunarinnar um að þjóðaratkvæðagreiðslu. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, lýsti yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í ávarpi í dag. Verð hlutabréfa í Evrópu og Bandaríkjunum lækkaði skarplega, um þrjú til fimm prósent, þó meira í Evrópu. Viðbrögð markaða við stöðunni sem upp er komin í Grikklandi virðast vera þau að fjárfestar trúa tæpast öðru en að miklar niðurskurðartillögur stjórnvalda verði felldar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóhöfðingjar á evrusvæðinu samþykktu á dögunum að stækka björgunarsjóð ESB úr 440 milljörðum evra í þúsund milljarða til að bregðast við vaxandi vanda vegna mikilla ríkisskulda og vanda banka.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira