Viðskipti erlent

Rússar og Kínverjar líklegastir til að bjóða mútugreiðslur

Ný rannsókn á vegum Transparency Internaional, samtaka sem berjast gegn spillingu, sýnir að fyrirtæki í Rússlandi og Kína eru líklegust til að bjóða mútugreiðslur í viðskiptum sínum utan heimalandsins.

Rannsóknin náði til um 3.000 viðskiptamanna í 28 löndum. Fyrirtæki í Sviss og Hollandi eru hinsvegar ólíklegust til að bjóða mútur.

Ennfremur kom í ljós að mútugreiðslur eru algengastar í tengslum við útboð hins opinbera á verkum til fyrirtækja. Útboðin eru oft stór í sniðum, og fela í sér marga undirverktaka,  þannig að auðvelt er að fela ólöglegar greiðslur í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×