Bayern München og Real Madrid komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 19:00 Mario Gomez skoraði þrennu í kvöld. Mynd/AP Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira
Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira