Barack Obama krefst aðgerða 3. nóvember 2011 17:49 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi. "Við verðum að sjá til þess að aðgerðirnar hafa raunveruleg áhrif og komi í veg fyrir óþarfa tjón. Ráðaleysi er ekki valkostur," sagði Obama, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Á fundinum minntist Obama meðal annars á að nákvæmari aðgerðaráætlun væri nauðsyn til þess að virkja alþjóðasamfélagið til þátttöku í björgunarsjóði ESB. Kínverjar hafa nú þegar gefið það út að þeir séu ekki tilbúnir að kaupa skuldabréf sjóðsins fyrr en að útlistað hafi verið með nákvæmari hætti hvernig sjóðurinn verður fjármagnaður og nýttur. Allra augu eru nú á Grikklandi en mikill pólitískur óstöðugleiki er þar í landi um þessar mundir. Nær útilokað er talið að Grikkland geti grett skuldir sínar til baka sem eru á gjalddaga í desember nk., að því er greint var frá í Wall Street Journal í dag. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Grikklands að evrusvæðinu, og aðgerðir landsins í ríkisfjármálum, er áformuð í desember nk. Erfitt er þó að segja til um hver þróun mála verður. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi. "Við verðum að sjá til þess að aðgerðirnar hafa raunveruleg áhrif og komi í veg fyrir óþarfa tjón. Ráðaleysi er ekki valkostur," sagði Obama, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Á fundinum minntist Obama meðal annars á að nákvæmari aðgerðaráætlun væri nauðsyn til þess að virkja alþjóðasamfélagið til þátttöku í björgunarsjóði ESB. Kínverjar hafa nú þegar gefið það út að þeir séu ekki tilbúnir að kaupa skuldabréf sjóðsins fyrr en að útlistað hafi verið með nákvæmari hætti hvernig sjóðurinn verður fjármagnaður og nýttur. Allra augu eru nú á Grikklandi en mikill pólitískur óstöðugleiki er þar í landi um þessar mundir. Nær útilokað er talið að Grikkland geti grett skuldir sínar til baka sem eru á gjalddaga í desember nk., að því er greint var frá í Wall Street Journal í dag. Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Grikklands að evrusvæðinu, og aðgerðir landsins í ríkisfjármálum, er áformuð í desember nk. Erfitt er þó að segja til um hver þróun mála verður.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira