Viðskipti erlent

Sarkozy: Ellefu skattaskjól sem verður að sniðganga

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði í ræðu sinni að loknum G20 fundinum í Frakklandi, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til samstilltra ráða gegn svonefndum skattaskjólum.

Hann nefndi sérstaklega 11 lönd. Antígva, Barbados, Botswana, Brunei, Panama, Seychelles-eyjar, Trínidad og Tobago, Úrúgvæ, Vanúata, Sviss og Liechtenstein.

Leiðtogar ríkjanna tuttugu samþykktu að birta opinbera lista yfir þau lönd sem ekki eru talin vera að standa sig nægilega vel þegar kemur að skattaskjólum.

Listinn verður reglulega uppfærður og greint frá því opinberlega ef löndin eru staðin að því að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að koma peningum undan skatti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×