AS Roma stökk í kvöld upp í sjöunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er það vann fínan útisigur á Novara, 0-2.
Það tóm Rómverja talsverðan tíma að brjóta heimamenn niður en tvö mörk á þremur mínútum gerðu gæfumuninn. Það var Spánverjinn Bojan Krkic sem braut ísinn en hann hefur staðið sig ágætlega á Ítalíu eftir að hann kom þangað frá Barcelona.
Novara er í fallsæti.
Úrslit dagsins:
Palermo-Bologna 3-1
1-0 Eran Zehavi (13.), 2-0 Matías Silvestre (51.), 3-0 Josip Ilic (73.), 3-1 Gaston Ramirez (87.)
Novara-AS Roma 0-2
0-1 Bojan Krkic (73.), 0-2 Pablo Daniel Osvaldo (75.).

