Viðskipti erlent

Telur líkur á að evrusamstarfið liðist í sundur

Jim O'Neill
Jim O'Neill Mnd/AFP
Framkvæmdastjóri eignastýringar bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs telur líkur á því að evrusamstarfið muni liðast í sundur.

Jim O'Neill er framkvæmdastjóri eignastýringar Goldman Sachs. Hann sagði í viðtali við The Sunday Telegraph að þörf evrusvæðisins á auknum fjárhagslegum samruna ríkjanna sem að öllum líkindum verði leiddur af Þýskalandi og framkvæmdur af landlægum járnaga geri samstarfið minna spennandi fyrir önnur lönd.

O'Neill telur að allt frá upphafi hafi hugmyndin um myntsamband aðeins verið góð fyrir ríki eins og Þýskaland, Frakkland og upphaflegu stefnendurna. „Fyrir þau er þetta ekki slæm hugmynd - þessi lönd hafa alltaf haft svipað efnahagslegt umhverfi. Fyrir löndin sem fylgdu í kjölfarið - Spán, Ítalíu, Portúgal, Írland og Finnland - er það önnur spurning."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×