Viðskipti erlent

Papandreoú dregur sig í hlé

Þó Papandreoú hafi á föstudaginn staðið af sér atkvæðagreiðslu um stöðu sína á gríska þinginu hefur hann ákveðið að víkja af valdastóli.
Þó Papandreoú hafi á föstudaginn staðið af sér atkvæðagreiðslu um stöðu sína á gríska þinginu hefur hann ákveðið að víkja af valdastóli. Mynd/AFP
Stjórnmálamenn í Grikklandi hafa náð samkomulagi um myndum nýrrar samsteypustjórnar, sem ekki verður leidd af núverandi forsætisráðherra George Papandreú. Þetta kom fram í tilkynningu sem barst frá forseta Grikklands nú seint í kvöld.

Samkomulagið tókst milli Papandreoú og Antonis Samaras, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, eftir löng fundarhöld með forseta landsins Carolos Papoulias í dag. Samaras hafði margsinnis lýst því yfir að hann tæki ekki þátt í myndun samsteypustjórnar nema Papandreoú myndi víkja.

Í tilkynningu forsetans sagði að leiðtogarnir myndu hittast aftur á mánudaginn og ræða hver myndi leiða hina nýju ríkisstjórn. Ekki hefur komið fram hve lengi þessi stjórn eigi að starfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×