Viðskipti erlent

Berlusconi berst fyrir pólitísku lífi sínu

Silvio Berlusconi berst af öllum mætti fyrir pólitísku lífi sínu.
Silvio Berlusconi berst af öllum mætti fyrir pólitísku lífi sínu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu en aðgerðir ríkisstjórnar hans í ríkisfjármálum verða bornar undir þingið í landinu seinna í dag. Fulltrúar ríkisstjórnar Berlusconis funduðu með stjórnarandstöðunni í ellefu tíma í gær, með það fyrir augum að afla trausts hennar fyrir atkvæðagreiðsluna í þinginu.

Í fréttaskýringu á vefsíðu Wall Street Journal kemur fram að það séu helst alþjóðlegir fjárfestar sem nú setji pressu á Berlusconi. Vaxtakjör sem landinu bjóðast nú eru þau verstu í sögunni. Áhættuálag á tíu ára ríkisskuldabréf landsins er nú yfir 6,7% sem þýðir í reynd að landið getur ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Sem er eitthvað sem landið þarf nauðsynlega á að halda.

Aðgerðirnar í ríkisfjármálum eru forsenda þess að Evrópski Seðlabankinn kaupi skuldabréf landsins og bjóði landinu upp á lánakjör sem það ræður við, að því er þjóðarleiðtogar Evrópu hafa samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×