Grosjean fær tækifæri á æfingum með Renault 9. nóvember 2011 06:30 Romain Grosejan mun stýra Renault bíl, en Bruno Senna sést hér í indverska kappakstrinum á slíkum bíl. MYND: Andrew Ferraro/LAT Photographic Heimsmeistarinn í GP 2 mótaröðinni 2011, Romain Grosjean mun aka með Renault liðinu á föstudagsæfingu í þeim tveimur Formúlu 1 mótum sem eftir eru. Næsta mót er í Abú Dabí um næstu helgi. Grosjean er varaökumaður Renault liðsins, en Bruno Senna og Vitaly Petrov eru aðalökumenn þess. Enn er óljóst hvort Robert Kubica getur keppt með Renault liðinu á næsta ári, en hann hefur verið í endurhæfingu eftir að hann meiddist í rallkeppni s.l. vetur og Renault liðið er að skoða möguleika sína hvað ökumenn varðar fyrir næsta ár. Grosejan ók með Renault í sjö Formúlu 1 mótum árið 2009 og þekkir því vel til starfa liðsins. „Reynslan árið 2009 var frábær. Að aka í sjö mótum með Fernando (Alonso) var mikil reynsla, en það voru líka erfiðir tímar. En þetta gerði mig sterkari og gerði mig af því sem ég er í dag. Tímabilið í GP2 mótaröðinni hefur verið gott og ég hef bætt mig þar sem ég var ekki eins öflugur og ég vildi. Ég er viss um að ég mun sjá hlutina í öðru ljósi þegar ég sest aftur um borð í Formúlu 1 bíl," sagði Grosejan í frétt á autosport.com. Grosjean telur að andrúmsloftið innan Renault liðsins sé betra núna en það var 2009 og veit að æfingar hans með Renault eru liður í því að liðið er að skoða ökumenn fyrir 2012, samkvæmt því sem segir í frétt autosport.com. „Í hvert skipti sem ég sest í bíl, þá er það próf, jafnvel fyrir reynda ökumenn. Maður verður að gera sitt besta og liðið mun skoða hvað ég er að gera. En ég kann við álagið, þannig að það er í lagi," sagði Grosejan. Hann sagðist að allt Renault liðið vonaðist til að Kubica braggaðist vel og óljóst væri með hans eigin framtíð, en Grosjean sagðist verið í viðræðum við nokkur lið og málið væri að vera þolinmóður. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn í GP 2 mótaröðinni 2011, Romain Grosjean mun aka með Renault liðinu á föstudagsæfingu í þeim tveimur Formúlu 1 mótum sem eftir eru. Næsta mót er í Abú Dabí um næstu helgi. Grosjean er varaökumaður Renault liðsins, en Bruno Senna og Vitaly Petrov eru aðalökumenn þess. Enn er óljóst hvort Robert Kubica getur keppt með Renault liðinu á næsta ári, en hann hefur verið í endurhæfingu eftir að hann meiddist í rallkeppni s.l. vetur og Renault liðið er að skoða möguleika sína hvað ökumenn varðar fyrir næsta ár. Grosejan ók með Renault í sjö Formúlu 1 mótum árið 2009 og þekkir því vel til starfa liðsins. „Reynslan árið 2009 var frábær. Að aka í sjö mótum með Fernando (Alonso) var mikil reynsla, en það voru líka erfiðir tímar. En þetta gerði mig sterkari og gerði mig af því sem ég er í dag. Tímabilið í GP2 mótaröðinni hefur verið gott og ég hef bætt mig þar sem ég var ekki eins öflugur og ég vildi. Ég er viss um að ég mun sjá hlutina í öðru ljósi þegar ég sest aftur um borð í Formúlu 1 bíl," sagði Grosejan í frétt á autosport.com. Grosjean telur að andrúmsloftið innan Renault liðsins sé betra núna en það var 2009 og veit að æfingar hans með Renault eru liður í því að liðið er að skoða ökumenn fyrir 2012, samkvæmt því sem segir í frétt autosport.com. „Í hvert skipti sem ég sest í bíl, þá er það próf, jafnvel fyrir reynda ökumenn. Maður verður að gera sitt besta og liðið mun skoða hvað ég er að gera. En ég kann við álagið, þannig að það er í lagi," sagði Grosejan. Hann sagðist að allt Renault liðið vonaðist til að Kubica braggaðist vel og óljóst væri með hans eigin framtíð, en Grosjean sagðist verið í viðræðum við nokkur lið og málið væri að vera þolinmóður.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira