Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum 8. nóvember 2011 22:00 Barack Obama er valdamesti maður heims, samkvæmt uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára. Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára.
Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira