Viðskipti erlent

Lagarde varar við glötuðum áratug

Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að hætta sé á að efnahagskerfi heimsins lendi í glötuðum áratug.

Skuldakreppan í Evrópu smiti út frá sér og þótt skref í rétta átt hafi verið tekin til að ráða niðurlögum þeirrar kreppu þurfi meira til. Þetta kom fram í ræðu sem Lagarde hélt í Kína.

Lagarde segir að sá ótti sé til staðar að skuldakreppan í Evrópu muni hafa alvarleg áhrif á stærstu hagkerfi heimsins utan álfunnar. Slíkt ógni hagvexti í heiminum og geti leitt til langvarandi stöðnunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×