Góðar líkur á að vinnanleg olía hafi fundist við Grænland 9. nóvember 2011 08:01 Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Fjallað er um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum en Cairn Energy sendi frá sér tilkynningu í gærdag um stöðuna í borholunni AT7 sem liggur í um 200 kílómetra fjarlægð í vestur frá Nuuk. Í þessari holu er félagið komið niður á 50 metra þykkt lag af svokölluðum olíusandi en slíkur sandur þykir gefa merki um að vinnanlega olíu sé að finna í jarðlögum á þessu svæði. Sandurinn fannst á um 900 metra dýpi en áætlað er að AT7 holan verði um 3.600 metra djúp. Þá hafa fundist merki um bæði olíu og gas í leðjunni sem dælt er jafnóðum upp úr holunni eftir því sem hún dýpkar. Sökum þess hve efnileg þessi borhola þykir hefur Cairn Energy fjárfest í rándýrum útbúnaði, sem kallast MDT og ætlað er að taka jarðvegssýni á miklu dýpi úr olíuborholum. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið kaupir slíkan útbúnað frá því að olíuleit þess hófst við Grænland. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Fjallað er um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum en Cairn Energy sendi frá sér tilkynningu í gærdag um stöðuna í borholunni AT7 sem liggur í um 200 kílómetra fjarlægð í vestur frá Nuuk. Í þessari holu er félagið komið niður á 50 metra þykkt lag af svokölluðum olíusandi en slíkur sandur þykir gefa merki um að vinnanlega olíu sé að finna í jarðlögum á þessu svæði. Sandurinn fannst á um 900 metra dýpi en áætlað er að AT7 holan verði um 3.600 metra djúp. Þá hafa fundist merki um bæði olíu og gas í leðjunni sem dælt er jafnóðum upp úr holunni eftir því sem hún dýpkar. Sökum þess hve efnileg þessi borhola þykir hefur Cairn Energy fjárfest í rándýrum útbúnaði, sem kallast MDT og ætlað er að taka jarðvegssýni á miklu dýpi úr olíuborholum. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið kaupir slíkan útbúnað frá því að olíuleit þess hófst við Grænland.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira