Góðar líkur á að vinnanleg olía hafi fundist við Grænland 9. nóvember 2011 08:01 Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Fjallað er um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum en Cairn Energy sendi frá sér tilkynningu í gærdag um stöðuna í borholunni AT7 sem liggur í um 200 kílómetra fjarlægð í vestur frá Nuuk. Í þessari holu er félagið komið niður á 50 metra þykkt lag af svokölluðum olíusandi en slíkur sandur þykir gefa merki um að vinnanlega olíu sé að finna í jarðlögum á þessu svæði. Sandurinn fannst á um 900 metra dýpi en áætlað er að AT7 holan verði um 3.600 metra djúp. Þá hafa fundist merki um bæði olíu og gas í leðjunni sem dælt er jafnóðum upp úr holunni eftir því sem hún dýpkar. Sökum þess hve efnileg þessi borhola þykir hefur Cairn Energy fjárfest í rándýrum útbúnaði, sem kallast MDT og ætlað er að taka jarðvegssýni á miklu dýpi úr olíuborholum. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið kaupir slíkan útbúnað frá því að olíuleit þess hófst við Grænland. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Góðar líkur eru á því að skoska olíufélagið Cairn Energy hafi loksins fundið vinnanlega olíu við Grænland. Fjallað er um málið í grænlenskum og dönskum fjölmiðlum en Cairn Energy sendi frá sér tilkynningu í gærdag um stöðuna í borholunni AT7 sem liggur í um 200 kílómetra fjarlægð í vestur frá Nuuk. Í þessari holu er félagið komið niður á 50 metra þykkt lag af svokölluðum olíusandi en slíkur sandur þykir gefa merki um að vinnanlega olíu sé að finna í jarðlögum á þessu svæði. Sandurinn fannst á um 900 metra dýpi en áætlað er að AT7 holan verði um 3.600 metra djúp. Þá hafa fundist merki um bæði olíu og gas í leðjunni sem dælt er jafnóðum upp úr holunni eftir því sem hún dýpkar. Sökum þess hve efnileg þessi borhola þykir hefur Cairn Energy fjárfest í rándýrum útbúnaði, sem kallast MDT og ætlað er að taka jarðvegssýni á miklu dýpi úr olíuborholum. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið kaupir slíkan útbúnað frá því að olíuleit þess hófst við Grænland.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira