Hvað sagði Jobs við Zuckerberg? 9. nóvember 2011 23:00 Mark Zuckerberg stofnandi Facebook segir að hann hafi oft leitað ráða hjá Steve Jobs stofnanda Apple áður en hann lést en þeir urðu ágætis félagar síðustu árin. Hann segist hafa spurt Jobs hvernig ætti að byggja upp gott starfslið og hvernig eigi að framleiða frábærar vörur. Hann neitar því hinsvegar að þeir hafi nokkurn tíma rætt um að Apple myndi kaupa Facebook. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Charlie Rose á PBS við Zuckerberg þar sem farið er yfir víðan völl. Þar kemur meðal annars fram að Facebook muni aldrei fara út í framleiðslu á tölvuleikjum. Aðspurður hvernig honum lítist á Google+ segir Zuckerberg að það sé eins og lítil útgáfa af Facebook. Þegar talið berst að Steve Jobs segir Zuckerberg: „Ég spurði hann fjölmargra spurninga um það hvernig maður kemur sér upp góðu liði." Hann segist bera mikla virðingu fyrir Apple sem sé fyrirtæki sem, eins og Facebook, hugsi fyrst og fremst um að breyta heiminum en ekki bara um peningahliðina. Þegar Rose spyr hann hvort einhverntíma hafi verið rætt um samruna segir Zuckerberg: „Nei. Það kom held ég aldrei til þess. Enda hefði ég ekki viljað selja." Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook segir að hann hafi oft leitað ráða hjá Steve Jobs stofnanda Apple áður en hann lést en þeir urðu ágætis félagar síðustu árin. Hann segist hafa spurt Jobs hvernig ætti að byggja upp gott starfslið og hvernig eigi að framleiða frábærar vörur. Hann neitar því hinsvegar að þeir hafi nokkurn tíma rætt um að Apple myndi kaupa Facebook. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Charlie Rose á PBS við Zuckerberg þar sem farið er yfir víðan völl. Þar kemur meðal annars fram að Facebook muni aldrei fara út í framleiðslu á tölvuleikjum. Aðspurður hvernig honum lítist á Google+ segir Zuckerberg að það sé eins og lítil útgáfa af Facebook. Þegar talið berst að Steve Jobs segir Zuckerberg: „Ég spurði hann fjölmargra spurninga um það hvernig maður kemur sér upp góðu liði." Hann segist bera mikla virðingu fyrir Apple sem sé fyrirtæki sem, eins og Facebook, hugsi fyrst og fremst um að breyta heiminum en ekki bara um peningahliðina. Þegar Rose spyr hann hvort einhverntíma hafi verið rætt um samruna segir Zuckerberg: „Nei. Það kom held ég aldrei til þess. Enda hefði ég ekki viljað selja."
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira