Enn einn sigurinn hjá Vettel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2011 11:08 Vettel í kappakstrinum í dag. Nordic Photos / Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. Þetta var fyrsti Formúlu 1-kappaksturinn sem fór fram í Indlandi en Vettel, sem var fremstur á ráspól í ræsingunni, hafði forystu allan kappaksturinn og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Bretinn Jenson Button á McLaren varð annar en Fernando Alonso á Ferrari þriðji. Félagi Vettel hjá Red Bull, Ástralinn Mark Webber, varð fimmti en gamla kempan Michael Schumacher á Mercedes sjötti. Vettel vann í dag sinn ellefta sigur á árinu og þann fimmta í síðustu sex keppnum. Hann hefur aðeins tvisvar lent neðar en öðru sæti - einu sinni í þriðja og einu sinni í fjórða. Hann er með 134 stiga forystu á næsta ökuþór, Button, og því haft ótrúlega yfirburði á árinu. Tvær keppnir eru eftir á tímabilinu, í Abu Dhabi eftir tvær vikur og svo verður lokakeppnin í Brasilíu þann 27. nóvember.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira