Viðskipti erlent

Seðlabankastjóri Evrópu hættir á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jean-Claude Trichet hættir á morgun.
Jean-Claude Trichet hættir á morgun. mynd/ afp.
Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að efnahagskreppan á evrusvæðinu sé ekki á enda. Í dag hvatti hann leiðtoga ríkja innan Evrópusambandsins til þess að hrinda strax í framkvæmd þær aðgerðir sem samþykktar voru síðastliðinn miðvikudag.

Í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag sagði hann að verðbólga yrði líklegast lág á evrusvæðinu næstu tíu árin. Trichet lætur af embætti seðlabankastjóra Evrópu á morgun eftir átta ára starf. Ítalinn Mario Draghi tekur við af honum.

Þær aðgerðir sem samþykktar voru á miðvikudaginn fela fyrst og fremst í sér að bankar afskrifi um 50% af skuldum gríska ríkisins, björgunarsjóður evrusvæðisins verði stækkaður og bankar safni meira fé til að verja sig gegn tapi í framtíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×