Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi 30. október 2011 19:43 Vettel með verðlaunagripinn sem hann fékk á Buddh brautinni í Indlandi í dag. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel. Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel.
Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira