Þór er skip nýrra tíma Ólafur Stephensen skrifar 31. október 2011 09:32 Óhætt er að segja að tilkoma nýja varðskipsins Þórs marki kaflaskil hjá Landhelgisgæzlunni. Íslendingar eiga nú loksins gæzlu- og björgunarskip sem stenzt allar nútímakröfur, en Gæzlan fékk síðast splunkuný skip um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Enda segja forsvarsmenn Landhelgisgæzlunnar skipið koma þeim inn í 21. öldina. Þór er vel búinn til hefðbundinna gæzluverkefna, fiskveiðieftirlits, leitar og björgunar. Skipið getur meðal annars verið fljótandi stjórnstöð björgunaraðgerða og tengt björgunarsveitir við samhæfingarmiðstöð almannavarna þótt allt venjulegt fjarskiptasamband liggi niðri. Þá getur Þór tekið fyrirferðarmikinn björgunarbúnað og fjölda manna um borð. Nýja varðskipið er sömuleiðis í stakk búið til að takast á við ýmsar nýjar hættur og ógnir á hafinu í kringum Ísland. Það hefur þannig nægan togkraft til að draga stór olíu- og gasflutningaskip, sem í vaxandi mæli sigla framhjá Íslandsströndum á leið sinni milli Rússlands, Noregs og Norður-Ameríku. Skipið er búið mengunarvarnabúnaði sem getur skipt sköpum, fari svo að slíku skipi hlekkist á. Landhelgisgæzlan segir að nýi Þór sé "öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður-Atlantshafi" og að skipið stórauki möguleika Gæzlunnar á hafinu. Ísland hefur á undanförnum árum, eftir að varnarliðið með þyrlur sínar og annan viðbúnað fór burt af Keflavíkurflugvelli, gert tvíhliða samninga við mörg nágrannaríki um aukið samstarf á sviði leitar, björgunar og öryggismála á hafinu. Tilkoma nýja skipsins auðveldar Íslandi að uppfylla skyldur sínar í þessu samstarfi. Forsenda þess er þó að sjálfsögðu að Landhelgisgæzlan fái þær fjárveitingar sem þarf til að halda nýja skipinu úti. Undanfarin misseri hefur verið þrengt svo að rekstri Gæzlunnar að það er á mörkum þess að vera forsvaranlegt. Gömlu varðskipin tvö, Ægir og Týr, hafa ekki verið á Íslandsmiðum síðan í vor, heldur hafa þau verið leigð út, meðal annars til Landamærastofnunar Evrópusambandsins. Þetta fyrirkomulag hefur sloppið fyrir horn vegna þess að ekki hefur komið upp neyðarástand hér við land þar sem skipin vantaði tilfinnanlega. Auðvitað er líka jákvætt að Landhelgisgæzlan geti lagt sitt af mörkum í alþjóðlegum verkefnum, til dæmis við björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nýi Þór þarf hins vegar að vera hér við land ef hægt á að vera að bregðast við þeim hættum sem skipið er sérstaklega hannað til að mæta. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í Fréttablaðinu fyrir helgi að stefnan væri að Þór yrði hér við land út næsta ár hið minnsta, en ekki væri hægt að útiloka að skipið yrði leigt út. Æskilegast er að þannig verði búið að Landhelgisgæzlunni að komizt verði hjá því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Óhætt er að segja að tilkoma nýja varðskipsins Þórs marki kaflaskil hjá Landhelgisgæzlunni. Íslendingar eiga nú loksins gæzlu- og björgunarskip sem stenzt allar nútímakröfur, en Gæzlan fékk síðast splunkuný skip um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Enda segja forsvarsmenn Landhelgisgæzlunnar skipið koma þeim inn í 21. öldina. Þór er vel búinn til hefðbundinna gæzluverkefna, fiskveiðieftirlits, leitar og björgunar. Skipið getur meðal annars verið fljótandi stjórnstöð björgunaraðgerða og tengt björgunarsveitir við samhæfingarmiðstöð almannavarna þótt allt venjulegt fjarskiptasamband liggi niðri. Þá getur Þór tekið fyrirferðarmikinn björgunarbúnað og fjölda manna um borð. Nýja varðskipið er sömuleiðis í stakk búið til að takast á við ýmsar nýjar hættur og ógnir á hafinu í kringum Ísland. Það hefur þannig nægan togkraft til að draga stór olíu- og gasflutningaskip, sem í vaxandi mæli sigla framhjá Íslandsströndum á leið sinni milli Rússlands, Noregs og Norður-Ameríku. Skipið er búið mengunarvarnabúnaði sem getur skipt sköpum, fari svo að slíku skipi hlekkist á. Landhelgisgæzlan segir að nýi Þór sé "öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður-Atlantshafi" og að skipið stórauki möguleika Gæzlunnar á hafinu. Ísland hefur á undanförnum árum, eftir að varnarliðið með þyrlur sínar og annan viðbúnað fór burt af Keflavíkurflugvelli, gert tvíhliða samninga við mörg nágrannaríki um aukið samstarf á sviði leitar, björgunar og öryggismála á hafinu. Tilkoma nýja skipsins auðveldar Íslandi að uppfylla skyldur sínar í þessu samstarfi. Forsenda þess er þó að sjálfsögðu að Landhelgisgæzlan fái þær fjárveitingar sem þarf til að halda nýja skipinu úti. Undanfarin misseri hefur verið þrengt svo að rekstri Gæzlunnar að það er á mörkum þess að vera forsvaranlegt. Gömlu varðskipin tvö, Ægir og Týr, hafa ekki verið á Íslandsmiðum síðan í vor, heldur hafa þau verið leigð út, meðal annars til Landamærastofnunar Evrópusambandsins. Þetta fyrirkomulag hefur sloppið fyrir horn vegna þess að ekki hefur komið upp neyðarástand hér við land þar sem skipin vantaði tilfinnanlega. Auðvitað er líka jákvætt að Landhelgisgæzlan geti lagt sitt af mörkum í alþjóðlegum verkefnum, til dæmis við björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi. Nýi Þór þarf hins vegar að vera hér við land ef hægt á að vera að bregðast við þeim hættum sem skipið er sérstaklega hannað til að mæta. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði í Fréttablaðinu fyrir helgi að stefnan væri að Þór yrði hér við land út næsta ár hið minnsta, en ekki væri hægt að útiloka að skipið yrði leigt út. Æskilegast er að þannig verði búið að Landhelgisgæzlunni að komizt verði hjá því.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun