Viðskipti erlent

Rússar vilja lána evruríkjum 10 milljarða dollara

Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúinn til að lána evruríkjunum allt að 10 milljarða dollara eða um 1.140 milljarða króna til að berjast gegn skuldakreppunni.  Lánið myndi fara í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar er haft eftir hagfræðingnum Arkady Dvorkovich að ef óstöðugleiki verði viðvarandi i Evrópu muni slíkt koma við kaunin á efnahagslífi Rússa. Dvorkovich er einn helsti ráðgjafi rússneskra stjórnvalda í efnahagsmálum. Hann segir það mjög mikilvægt að viðhalda stöðugleika í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×