Steve Jobs var lagður í einelti og reyndi megrunarkúra á unglingsaldri 24. október 2011 21:30 Steve Jobs. Ævisaga Steve Jobs, hugmyndafræðings og forstjóra Apple, kom út í dag, en þar kemur meðal annars fram að Jobs hafi verið lagður í einelti í skóla, reynt ýmsa megrunakúra á unglingsaldri og hagað sér undarlega í samskiptum við annað fólk - meðal annars með því að stara á fólk án þess að blikka augunum. Höfundur bókarinnar, Walter Isaacson, var í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur í gærkvöldi þar sem hann sagði að Jobs hefði mögulega verið versti stjórnandi í heimi. Hann hafi verið sólgin í rifrildi, sem hrakti marga samstarfsmenn hans í burtu, og hann hafi á stundum verið beinlínis grimmur við fólk. Bókin virðist vera afar hispurslaus um líf Jobs sem sjálfur vandar ekki samferðamönnum sínum kveðjurnar. Þannig segir Jobs um Bill Gates, forstjóra Microsoft, að hann hafi ekki fengið eina frumlega hugmynd á ævi sinni - hann hefði einfaldlega stolið hugmyndum annarra. Þá sagði Jobs um kollega sinn að hann hefði verið víðsýnni maður ef hann hefði droppað sýru á yngri árum eða heimsótt klaustur í Indlandi. Eins og flestir vita lést Jobs 5. október aðeins 56 ára að aldri. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ævisaga Steve Jobs, hugmyndafræðings og forstjóra Apple, kom út í dag, en þar kemur meðal annars fram að Jobs hafi verið lagður í einelti í skóla, reynt ýmsa megrunakúra á unglingsaldri og hagað sér undarlega í samskiptum við annað fólk - meðal annars með því að stara á fólk án þess að blikka augunum. Höfundur bókarinnar, Walter Isaacson, var í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur í gærkvöldi þar sem hann sagði að Jobs hefði mögulega verið versti stjórnandi í heimi. Hann hafi verið sólgin í rifrildi, sem hrakti marga samstarfsmenn hans í burtu, og hann hafi á stundum verið beinlínis grimmur við fólk. Bókin virðist vera afar hispurslaus um líf Jobs sem sjálfur vandar ekki samferðamönnum sínum kveðjurnar. Þannig segir Jobs um Bill Gates, forstjóra Microsoft, að hann hafi ekki fengið eina frumlega hugmynd á ævi sinni - hann hefði einfaldlega stolið hugmyndum annarra. Þá sagði Jobs um kollega sinn að hann hefði verið víðsýnni maður ef hann hefði droppað sýru á yngri árum eða heimsótt klaustur í Indlandi. Eins og flestir vita lést Jobs 5. október aðeins 56 ára að aldri.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira