Antonio Nocerino fór á kostum í liði AC Milan í kvöld og skoraði þrennu er Milan skellti Parma, 4-1. Zlatan Ibrahimovic var einnig á skotskónum.
Það gengur lítið hjá Inter að komast á fætur en liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Atalanta í kvöld. Wesley Sneijder skoraði mark Inter.
Napoli skellti síðan Udinese en Udinese hefði farið aftur á topp deildarinnar með sigri.
Juve er á toppnum, Milan í fimmta sæti en Inter er enn á meðal neðstu liða.
