Útlínur að samkomulagi sagðar liggja fyrir Magnús Halldórsson skrifar 26. október 2011 23:19 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Mikið hefur mætt á henni undanfarna daga enda Þýskaland óumdeilt forysturíki evrulandanna. Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa komið sér saman um útlínur að samkomulagi um hvernig bregðast skuli við miklum þjóðarskuldum og slæmri stöðu banka í Evrópu. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í kvöld. Efnisatriði þess liggja þó ekki fyrir nema að litlu leyti. Fundað hefur verið í Brussell í dag með von um að ná samkomulagi um helstu aðgerðir sem grípa þarf til. Samkvæmt fréttum BBC, sem er með blaðamenn í Brussell sem fylgjast með viðræðum sem hafa staðið yfir í allan dag, hefur öðru fremur verið rætt um hvernig megi lágmarka skaðann af slæmri stöðu Grikklands, Ítalíu og Spánar. Þá hefur einnig verið rætt um hvernig megi koma á meiri stöðugleika í fjármálakerfum. Talið er líklegt að afskrifa þurfi í það minnsta 30% af skuldum Grikklands en samkomulag við kröfuhafa landsins í einkageiranum, einkum banka og fjárfestingasjóði, liggur ekki fyrir. Í frétt BBC í kvöld er tekið fram að líklegt sé talið bankar þurfi að styrkja stöðu sína um 106 milljarða evra til þess að mæta höggum sem eignahlið efnahagsreiknings þeirra verður fyrir, komi til mikilla afskrifta á ríkisskuldum Grikklands og jafnvel annarra ríkja. Jafnframt er að talið að björgunarsjóður á vegum Evrópusambandsins verði stækkaður mikið úr þeim 440 milljörðum evra sem hann hefur nú til taks. Líklegt er talið að hann verði í það minnsta 1.300 milljarðar evar, samkvæmt fréttum BBC. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þjóðarleiðtogar Evrópuríkja hafa komið sér saman um útlínur að samkomulagi um hvernig bregðast skuli við miklum þjóðarskuldum og slæmri stöðu banka í Evrópu. Frá þessu greindi breska ríkisútvarpið BBC í kvöld. Efnisatriði þess liggja þó ekki fyrir nema að litlu leyti. Fundað hefur verið í Brussell í dag með von um að ná samkomulagi um helstu aðgerðir sem grípa þarf til. Samkvæmt fréttum BBC, sem er með blaðamenn í Brussell sem fylgjast með viðræðum sem hafa staðið yfir í allan dag, hefur öðru fremur verið rætt um hvernig megi lágmarka skaðann af slæmri stöðu Grikklands, Ítalíu og Spánar. Þá hefur einnig verið rætt um hvernig megi koma á meiri stöðugleika í fjármálakerfum. Talið er líklegt að afskrifa þurfi í það minnsta 30% af skuldum Grikklands en samkomulag við kröfuhafa landsins í einkageiranum, einkum banka og fjárfestingasjóði, liggur ekki fyrir. Í frétt BBC í kvöld er tekið fram að líklegt sé talið bankar þurfi að styrkja stöðu sína um 106 milljarða evra til þess að mæta höggum sem eignahlið efnahagsreiknings þeirra verður fyrir, komi til mikilla afskrifta á ríkisskuldum Grikklands og jafnvel annarra ríkja. Jafnframt er að talið að björgunarsjóður á vegum Evrópusambandsins verði stækkaður mikið úr þeim 440 milljörðum evra sem hann hefur nú til taks. Líklegt er talið að hann verði í það minnsta 1.300 milljarðar evar, samkvæmt fréttum BBC.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira