Viðskipti erlent

Hagnaður Alcoa undir væntingum

Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, skilaði 172 milljóna dollara hagnaði eða um 20 milljarða króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins.

Þetta er nokkuð undir væntingum sérfræðinga en um er að ræða tvöfalt minni hagnað en á öðrum ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn er hinsvegar töluvert meiri en á sama tímabili í fyrra.

Það er einkum lækkandi álverð og minni eftirspurn eftir áli í Evrópu sem veldur því að hagnaður Alcoa dregst saman. Álverðið hefur stöðugt gefið eftir frá því í sumar. Í júlí fór það yfir 2.600 dollara á tonnið en stendur nú í rúmum 2.200 dollurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×